Félög
31.10.2013
Hjördís með 20-0 sigur í fyrstu umferð.
Fyrstu tveimur umferðunum í Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs er lokið og náði sveit Hjördísar Sigurjónsdóttur 20-0 sigri ein sveita í fyrstu umferð og er í efsta sæti. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópoavogs.
29.10.2013
Jón og Sigurbjörn eru með forystu í bötler tvímenningi BR
En forystan er naum. Hún getur horfið í einu spili. Staðan er...
1. Jón Baldursson - Sigurbjörn Haraldsson = 59
2. Friðjón Þórhallsson - Hrólfur Hjaltason = 50
3. Kjartan Ásmundsson - Stefán Jóhannsson = 46
29.10.2013
BH: Sveit Gunnlaugs Sævarssonar vann 2ja kvölda Hraðsveitakeppni
Sveit Gunnlaugs Sævarssonar vann 2ja kvölda Hraðsveitakeppni BH með +148 impa. Þeir sýndu mikinn stöðugleika og skoruðu +74 bæði kvöldin. Með Gunnlaugi spiluðu Kristján Már Gunnarsson, Sigtryggur Sigurðsson og Friðjón Þórhallsson.
Næstu 2 mánudagskvöld verða spilaðir 2 einskvölds tvímenningar
27.10.2013
Hnífjafnt á Suðurnesjum
Kvöld tvö af þremur í hausttvímenning á Suðurnesjum var æsispennandi allt fram í lokaumferð. Kvöldið endaði með að tvö pör voru jöfn en Garðar Garðarsson og Gunnar Guðbjörnsson enduðu fyrir ofan þá Sigurjón og Odd, en bæði pör fengu 65,7% skor.
Sigurjón og Oddur leiða keppnina en síðasta kvöldið verður spennandi. Allir að mæta og taka þátt í þessari skemmtilegu keppni.
25.10.2013
Briddsfélag Selfoss
Fyrsta kvöldið af þremur í butlertvímenning hófst fimmtudaginn 24. okt með þátttöku 14 para. Spilað var á nýjum stað og virtist nýja staðsetningin fara vel í þá Ólaf Steinason og Þröst Árnason því þeir eru með nokkuð þægilega forystu í mótinu. En það er ljóst að margir munu reyna að gera atlögu að þeim félögum svo þeir meiga ekki sofna á verðinum.
24.10.2013
Eiður og Júlíus unnu SuperSub-impamótið
Kristján Snorrason og Ásmundur Örnólfsson náðu besta skori kvöldsins á lokakvöldi SuperSub-impmótsins sem var spilað nú í kvöld. Eiður Mar Júlíusson og Eðvarð Hallgrímsson, sem leysti Júlís Snorrason af, urðu í þriðja sæt sem dugði þeim til öruggs sigurs í heildarkeppninni. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs.
Næsta keppni félagsins er AÐALSVEITAKEPPNIN sem hefst næsta fimmtudag og er hægt að skrá sig hjá Jörundi s. 699-1176 í fyrir miðvikudagskvöld.
22.10.2013
BH: Sveit Gunnlaugs Sævarssonar efst í Hraðsveitakeppni BH eftir 1 kvöld
Sveit Gunnlaugs Sævarssonar skoraði +74 impa fyrsta kvöldið af 2 í Hraðsveitakeppni BH. Þeir komu sér vel fyrir á toppnum.
21.10.2013
Sigurjn og Oddur efstir eftir fyrsta kvld
Eftir eitt kvöld af þremur eru Sigurjón og Oddur efstir með 66,5% skor. Spiluð verða 3 kvöld og 2 telja svo það er nóg eftir.
Briddsið er farið á fullt á Suðurnesjum og hvetjum við alla til að mæta og mynda góða stemmningu a fimmtudögun.
18.10.2013
Briddsfélag Selfoss
Suðurgarðstvímenningi Briddsfélags Selfoss lauk á fimmtudag með sigri þeirra Björns Snorrasonar, voru þeir með 61,2% skor þegar búið var að henda lakasta skorinu út. Næstir voru þeir Ólafur Steinason og Þröstur Árnason með aðstoð framsóknarmanna og fengu þeir 59,9% skor. Í þriðja sæti voru svo Hartmannsbræður með 59,1% skor.
Næsta keppni félagsins er þriggjakvölda butlertvímenningur, athygli er vakin á því að spilað verður á nýjum stað í selinu á Íþróttavellinum. Sjá staðsetningu hér En spilatíminn er óbreyttur fimmtudagskvöld kl 19:30
17.10.2013
Júlíus og Eiður efstir á öðru kvöldi SuperSub-impamótsins
Júlíus Snorrason og Eiður Mar Júlíusson urðu efstir á öðru köldinu í SuperSub-impamótinu hjá Bridgefélagi Kópavogs nú í kvöld. Þeir feðgar náðu risaskori, 96 impa í plús og 42 impum meira en næsta par. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs.
17.10.2013
Miðvikudagsklúbburinn: Ásgeir og Sigurður efstir með 64%
Ásgeir Ingvi Jónsson og Sigurður G. Sigurðsson unnu 26 para tvímenning með 64%. Rétt á hæla þeim í 2. sæti voru Hulda Hjálmarsdóttir og Unnar Atli Guðmundsson með 62,9%. Í 3ja sæti voru Ari Jónasson og Dofri Þórðarson.
16.10.2013
Þriggja kvöld byrjar á Suðurnesjum
Þá fer dagskráin á Suðurnesjum á fullt. Byrjum þetta á þriggja kvölda tvímenning þar sem tvö kvöld telja. Hvetjum hvort annað til að mæta og að sjálfsögðu er heitt á könnunni.
Kv,
Stjórnin
16.10.2013
BH: Dröfn og Hrund unnu Gamla vínhúss butler tvímenninginn!
Hrund Einarsdóttir og Dröfn Guðmundsdóttir unnu Gamla vínhús butler tvímenning félagsins. Þær skuturst upp fyrir Guðbrand og Friðþjóf síðasta kvöldið í heidarstöðunni en þar giltu 2 bestu kvöldin af 3. Þær fengu 89 impa, sem var 4 impum meira en Guðbrandur og Friðþjófur sem enduðu í 3ja sæti.
Halldór Svanbergsson og Gísli Steingrímsson enduðu í 3ja sæti.
Næsta keppni félagsins er 2ja kvölda Hraðsveitakeppni
12.10.2013
Ragnar Magnússon og Valgarð Blöndal eru Jólasveinar BR 2013
Ragnar Magnússon og Valgarð Blöndal eru Jólasveinar BR 2013. Valgarð er að endurtaka sama leik og í fyrra þegar hann sigrði einnig. Sjá nánari úrslit á heimasíðu BR
11.10.2013
Bridgefélag Selfoss: Björn og Guðmundur efstir eftir 2 kvöld
10.10.2013
Friðjón og Sigtryggur efstir á fyrsta kvöldi SuperSub-impamótsins
Friðjón Þórhallsson og Sigtryggur Sigurðsson náðu góðri forystu á fyrsta kvöldinu af þremur á SuperSub-impamótinu sem hófst í kvöld. Nokkur önnur pör fengu góðan plús úr völdinu en öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs
10.10.2013
Föstudagsbridge BR
föstudaginn 11.okt. m.a. vegna fótbolta o.fl.
9.10.2013
Rangæingar --- Þetta kallar á stöku!
Sl. þriðjudag mættu 15 pör til leiks á öðru spilakvöldi vetrarins. Sólbrúnir, en líklega seint sagt sætir, mættu Jói vert og Siggi Skógabóndi vel stemmdir til leiks, eftir að hafa sleppt byrjunarhæðinni (fyrsta kvöldinu). Lögðu strákana og stelpurnar auðveldlega að velli og unnu með yfirburða skori, 63,9%. Þeir síkátu Selfyssingar, Garðar og Billi, urðu í öðru sæti með 56,8% skor en Örn III og Birgir III, urðu svo aftur í 3ja sæti, nú með 54,2% skor. Vel gert piltar! Af tillitssemi við spilastjóra verður þess ekki getið hér í hvaða sæti hann lenti en áhugasamir geta séð öll úrslit og spil hér
Þar sem þeir félagar, Jói og Siggi, stóðu brosandi upp frá borðinu eftir síðustu setuna heyrðist Jói hvísla að Sigga:
Kröftugur og fær í flest
finnst af öðrum bera
Ennþá finnst mér allra best
ofaná að vera!!
8.10.2013
SuperSub-impamótið að hefjast í Kópavogi
Næsta keppni hjá Bridgefélagi Kópavogs er SuperSub-impamótið. Um er að ræða þriggja kvölda Butlertvímenning sem hefst fimmtudaginn 10 október kl. 19:00 og er skráning á staðnum eða hjá Jörundi s. 699-1176. Spilaðar verða sjö umferðir með fjórum spilum, alls 28 spil hvert kvöld.
Spilað er í Gjábakka, félagsheimili aldraðra, að Fannborg 8 aftan við Landsbankann við Hamraborg.
5.10.2013
Dömukvöld BR: Anna Þóra og Esther efstar!
Anna Þóra Jónsdóttir og Esther Jakobsdóttir unnu 2. dömukvöld BR.
4.10.2013
Rangæingar -- ...og spilin eru komin upp!
Fagnaðarfundir urðu á Heimalandi sl. þriðjudagskvöld, þegar við Rangæingar tókum fram spilin á nýjan leik. Menn og konur komu auðvitað mis vel undan vetri og engir betur en prestakallarnir sem sýndu lipra takta. Svifu þeir félagar tindilfættir um salinn, ferskir eftir sumarið, og luku leik með 60,0% skor, sjónarmun á undan Möggunum margreyndu sem luku leik á 58,6% skori. í 3. sæti urðu svo neftóbakskarlarnir Birgir og Örn með 57,9% skor.
Úrslit kvöldsins og spilin má svo sjá hér
4.10.2013
Bridgefélag Selfoss: Þröstur og Ólafur efstir í jöfnu Suðurgarðsmóti
Fyrsta mót vetrarins hjá Bridgefélagi Selfoss hófst 3. okt. sl. en mótið nefnist Suðurgarðsmótið. Það mættu 13 pör til leiks, og spiluðu Howell tvímenning, allir við alla með 2 spilum á milli para.
Efstir eru Þröstur Árnason og Ólafur Steinason með 59,6% skor, en á hæla þeirra koma jafnir Anton og Pétur Hartmannssynir ásamt Guðmundir Þór Gunnarssyni og Birni Snorrasyni með 59,2% skor. Síðan koma í 4. sæti Kristján Már Gunnarsson og Vilhjálmur Þór Pálsson með 58,8% skor. Öll úrslit og spilagjöf má finna á þessari síðu.
3.10.2013
Sigurður og Ragnar unnu Haust-Monrad BK
Fystu keppni vetrarins hjá Bridgefélagi Kópavogs er lokið en það var þriggja kvölda monrad þar sem tvö bestu kvöldin giltu til verðlauna. Sigurður Sigurjónsson og Ragnar Björnsson sigruðu nokkuð örugglega með 119,2% samanlagt úr tveimur kvöldum. Öll úrslit má sjá á heimasíðu Bridgefélags Kópavogs.
1.10.2013
BirkirJón Jónsson og Jón Sigurbjörnsson sigurvegarar í Hótel Hamar tvímenningi BR
Birkir Jón og Jón Sigurbjörnsson sigruðu í Hótel Hamar Tvímenningi BR. hjá BR 60,3% skor.
Sjá nánar á heimasíðu BR