Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

27.12.2011

BRIDGEFÉLAG KÓPAVOGS Dagskráin fram á vor

Dagskrá Bridgefélags Kópavogs fram á vor er tilbúin og má sjá hana HÉR

23.12.2011

Briddsfélag Selfoss

Ţröstur Árnason sigraði jólaeinmenning briddsfélags Selfoss þetta árið. Rétt á hæla hans kom Karl Björnsson. Næst verður spilað hjá félaginu fimmtudaginn 5. janúar. Þá verður spilað HSK mót í tvímenningi og byrjað er að spila kl 18:00. Stjórn félagsin óskar félögum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þakkar fyrir liðið ár.

Jólaeinmenningur lokastaða

Skráning í HSK tvímenning

21.12.2011

Dagskrá BR eftir áramót

Dagskrá BR eftir áramót er komin inná heimasíðu BR.  Þar ber helst að nefna að aðaltvímenningur BR hefst 3. janúar.

 Sjá nánar hér

Fyrirlestrar halda áfram eftir áramót og verða auglýstir þegar planið liggur fyrir.

Gleðilega Jólahátíð, stjórnin

21.12.2011

Jólakvöld og Madeiraleikur Miđvikudagsklúbbsins

Miðvikudagsklúbburinn er með jólatvímenning í kvöld, miðvikudaginn 21. desember. Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin auk þess sem aukaverðlaun verða dregin út. Allir spilarar eru velkomnir.

Auk þess er þetta fyrsta kvöld í Madeiraleik Miðvikudagsklúbbsins. Þeir sem mæta 10 sinnum eða oftar frá 21. desember til 9. maí lenda í potti sem 2 spilarar verða dregnir úr og fá þeir pakka á Madeiramótið í nóvember 2012. Þar er allt innifalið nema flugið.

19.12.2011

Sveinn Rúnar Eiríkssong og Júlíus Sigurjónsson eru yfirburđa jólasveinar BR 2011

 Sveinn Rúnar Eiríkssong og Júlíus Sigurjónsson eru yfirburða jólasveinar BR 2011

  1. Sveinn R. Eiríksson og Júlíus Sigurjónsson = 420 stig
  2. Rúnar Einarsson og Skúli Skúlason = 395 stig
  3. Gunnlaugur Karlsson og Kjartan Ingvarsson = 386 stig

Sjá nánari úrslit á heimasíðu BR

16.12.2011

Ingvaldur og Úlfar unnu Jólatvímenninginn

Í gærkvöld var Jólatvímenningur "hinn síðari" spilaður hjá Bridgefélagi Kóopavogs. Mikil og góð jólastemming sveif þá yfir spilaborðum enda léttar jólaveitingar í boði "hússins" og jólaleg spil í bökkunum.

Úlfar Örn Friðriksson og Ingvaldur Gústafsson náðu þá besta skori kvöldsins með 299,4 stig eða 59,4% sem dugði þeim til sigurs samanlagt. Öll úrslit og spilin má sjá hérna. 

15.12.2011

Jólamót BR

Jólamót BR

30.desember

 Verður haldið föstudaginn 30. desember 2011
í Valsheimilinu við Reykjavíkurveg.
Mótið hefst kl. 17:00 stundvíslega.
Spilaður verður Monrad Barometer - 44 spil.

Keppnisgjald 3.500kr. á mann.

Glæsileg peningaverðlaun fyrir 10 efstu sætin.

Heildarverðalaunafé kr. 300.000.-

Flugeldar verða dregnir út í aukaverðlaun.   
 

1.    Verðlaun   100.000.-

2.    Verðlaun     60.000.-

3.    Verðlaun     40.000.-

4.    Verðlaun     30.000.-

5.    Verðlaun     20.000.-

6-10 sæti        10.000.-

Spilarar eru beðnir um að skrá sig tímanlega.


Skráning hjá BSÍ í síma 587-9360 hér og á 
br@bridge.is 

15.12.2011

Miđvikudagsklúbburinn: Villi jr og Anton hćstir međ 62,2%

Vilhjálmur Sigurðsson JR og Anton Haraldsson unnu einskvölds tvímenning hjá Miðvikudagsklúbbnum. Þeir skoruðu 62,2% og næst voru Birna Stefnisdóttir og Aðalsteinn Steinþórsson með 61%. Í 3ja sæti voru Eðvarð Hallgrímsson og Magnús Sverrisson með 60.7%.

Úrslitasíða Miðvikudagsklúbbsins

Miðvikudagurinn 21. desember er síðasta spilakvöld félagsins fyrir jól og verður endað á jólakvöldi. Þá verður mikið af aukaverðlaunum í boði og vonast klúbburinn eftir sem flestum í jólaskapi.

Miðvikudagsklúbburinn ætlar að brydda upp á Madeiraleik sem byrjar 21. desember og endar 9. maí. Allir spilarar sem mæta 10 sinnum eða oftar fara í pott og eiga möguleika á að verða dregnir út og fá í verðlaun pakka til Madeira í nóvember 2012.
2 heppnir spilarar verða dregnir út 9. maí.

Innifalið í pakkanum er hótelgisting í 7 nætur, keppnisgjöld, ferðir til og frá flugvellinum á hótelið, út að borða á madeirskan veitingastað, hálfsdags útsýnisferð og þrírétta kvöldverður með víni í lokahófinu. Hver pakki er að verðmæti um 550 evrur.

13.12.2011

Sveit Chile vann deildakeppni BR 2011

Lokastaðan í 1 deild.
1.Chile = 421 stig
2.Málning = 412 stig
3.Sparisjóður Siglufjarðar = 403 stig

Lokastaðan í 2 deild.
1.Jón Bjarki Stefánsson = 358 stig
2.Bergur = 355 stig
3-4.Íslenskt Grænmeti = 351 Stig
3-4.Logoflex = 351 Stig

Sjá nánar á heimasíðu BR

13.12.2011

Ađalsveitakeppni BH: Jöfn stađa efstu sveita

Sveitin ? leiðir Aðalsveitakeppni BH eftir 4 umferðir af 13. Hún hefur 82 stig og í 2. sæti er sveitin Úlfurinn með 81 stig. Í 3. sæti er sveit GSE með 79 stig.

Öll úrslit, spil og butler er að finna á

Úrslitasíða BH

11.12.2011

Reykjanesmót í tvímenningi 2011

Rétt í þessu lauk Reykjanesmótinu í Tvímenning sem haldið var á Suðurnesjum.

20 pör skráðu sig til leiks og leiknar voru 9 umferðir með 5 spilum á milli para. Suðurnesjalognið lék við keppendur og voru allir sammála um að við svona aðstæður væri best að spila bridge.  

Öll úrslit og uppfærsla eftir hverja umferð má sjá hér

9.12.2011

Briddsfélag Selfoss

Fjörgurra kvölda Sigfúsar tvímenningi Briddsfélags Selfoss lauk s.l. fimmtudagskvöld með sigri Guðmundar Þórs og Björns Snorrasonar. Í örðu sæti urðu þeir Brynjólfur Gestsson og Helgi Hermannson.

Síðasta mót ársins verður svo jólaeinmenningur sem er tveggja kvölda einmenningskeppni.

Lokastaðan í Sigfúsartvímenningnum

Skráning í jólaeinmenning

9.12.2011

Fyrirlestur í BR 13. desember - Sagngreining GPA

Ţá er komið að síðasta fyrirlestrinum í BR fyrir jól.  Guðmundur Páll Arnarson ætlar að flytja fyrirlestur sem hefst kl. 18:00 n.k. þriðudag.  Umræðuefnið er sagngreining, ekki sálgreining eins og hann komst svo skemmtilega að orði sjálfur.  Sagngreining hefur aldrei áður verið kennd í Bridge þannig að hér er einstakt tækifæri fyrir fróðleiksfúsa að ná samkeppnisforskoti á aðra spilara.  Fyrirlestur er öllum opinn og stjórn BR býður fróðleiksfúsum uppá kaffi meðan á fyrirlestri stendur.

Hvetjum alla til að mæta, stjórnin

9.12.2011

Jólamót BR 30. desember

Ákveðið hefur verið að Jólamót BR verði spilað föstudaginn 30. desember.  Ekki er búið að ákveða spilastað, það verður tilkynnt á spilakvöldi BR næsta þriðjudag.  Stjórnin er að leggja lokahönd á mótið og verður það nánar auglýst í næstu viku.

kveðja, stjórnin

8.12.2011

JÓLATVÍMENNINGUR hinn fyrri hjá Bridgefélagi Kópavogs

Fyrra kvöldið í tveggja kvölda Jólatvímenningi var spilað í kvöld. Hjálmar S Pálsson og Eyþór Hauksson eru efstir með 57,1% sem telst ekki mjög há prósenta svo búast má við spennandi og skemmtilegri keppni næsta fimmtudag þegar síðara kvöldið verður spilað. Öll úrslit má sjá hérna.

8.12.2011

Miđvikudagsklúbburinn: Guđmundur og Einar efstir međ 58,7%

Guðmundur Guðmundsson og Einar Hallsson unnu einskvölds tvímenning með 58,7%. Jöfn í 2. sæti voru Halldóra Magnúsdóttir og Þórir Sigursteinsson og Guðlaugur Sveinsson og Eðvarð Hallgrímsson með 57,1%.

Spilluð verða sömu spil hjá Miðvikudagsklúbbnum og Muninn Sandgerði 14. og 21. desember.

21. desember er síðasta spilakvöld klúbbsins fyrir jól og verður boðið upp á fullt af jóla-aukaverðlaunum.

Heimasíða Miðvikudagsklúbbsins

7.12.2011

Fjögurra kvölda butler lokiđ á suđurnesjum!

Fjögurra kvölda butler lauk á Suðurnesjum með risakvöldi fyrir sigurvegarana. Saman í pari voru þeir Pétur Júlíusson, Jóhannes Sigurðsson og Svavar Jensen og skoruðu þeir 52 impa síðasta kvöldið og sigu framúr Garðari Garðarssyni og Svölu Pálsdóttur.

Sigurvegari kvöldsins voru þeir feðgar Guðjón Einarsson og Ingvar Guðjónsson með 68 impa og enduðu þeir í þriðja sæti.

Öll úrslit má sjá hér.

7.12.2011

Tveggja kvölda JÓLATVÍMENNINGUR BK ađ hefjast

Í kvöld, fimmtudaginn 08 des hefst tveggja kvölda JÓLATVÍMENNINGUR hjá Bridgefélagi Kópavogs. Spilaður verður Monrad-barómeter, 7 umferðir með 4 spil í umferð, 28 spil alls og hefst kl. 19:00

Spilastaður: Gjábakki, félagsheimili aldraðra, Fannborg 8 á bak við Landsbankann. ALLIR VELKOMNIR

7.12.2011

Reykjanesmót í tvímenningi!

Reykjanesmótið í tvímenningi verður haldið Sunnudaginn 11. desember n.k. að félagsheimili bridgefélaganna á Suðurnesjum við Mánagrund. Mótið hefst kl 13:00.

Skráning stendur yfir og er þátttaka orðin mjög góð nú þegar svo ég hvet alla til að skrá sig sem fyrst. Skráning er hjá Lofti S:8970881 Erlu S:6593013 eða Garðari S:8932974 

 

6.12.2011

Haustsveitakeppni BR

Að loknum 7 kvöldum af 8 er Sparisjóður Siglufjarðar með nauma forystu sem dugar skammt í lokabaráttuna

Staðan í fyrstu deild er þessi.
1. Sparisjóður Siglufjarðar = 370,00
1. Málning                  = 368,00
3. Chile                    = 363,00

Staðan í annarri deild er þessi.
4. Ólafur Steinason         = 335,00
5. Úlfurinn                 = 309,00
6. Íslenskt Grænmeti        = 301,00

Ólafur Steinason og Úlfurinn flytjast upp í fyrstu deild næsta þriðjudag.

 Sjá nánar á heimasíðu BR

6.12.2011

BH: Sveitin ? međ forystu eftir 2 umferđir!

Sveitin ? leiðir Aðalsveitakeppni BH eftir 2 umferðir af 13. Hún fékk 45 stig í 2 leikjum og hefur 3 stiga forystu á sveitir Úlfsins og GSE.

 Stöðu, úrslit leikja og butler má sjá á Heimasíðu BH

4.12.2011

Selfyssingar unnu Hafnfirđinga

Föstudaginn 2. desember sl. komu félagar úr Bridgefélagi Hafnarfjarðar í heimsókn til Bridgefélags Selfoss og öttu kappi í hinni árlegu bæjarkeppni félaganna. Þetta var í 66. skipti sem þessi árlega bæjarkeppni fór fram, og hefur hún aldrei fallið niður frá því að hún hófst árið 1945.

Að þessu sinni sem oftar var keppt á 6 borðum og voru Hafnfirðingar yfir á öllum borðum nema einu í hálfleik. Selfyssingar sneru síðan taflinu við í seinni hálfleik, og þegar upp var staðið þá unnu Selfyssingar með 92 stigum gegn 88.

Ţar sem Selfyssingar unnu síðasta bikar til eignar á síðasta ári, þá var að þessu sinni var keppt um nýjan farandbikar sem Tölvustoð í Hafnarfirði gaf til keppninnar. Reglurnar um þennan nýja bikar eru þannig að hann verður í umferð þar til annað hvort félagið hefur unnið hann þrjú ár í röð.

Spilin úr keppninni má finna á ţessari slóð.

2.12.2011

Sveit Birgis Arnar vann Ađalsveitakeppni BK.

Aðalsveitakeppni Bridgefélags Kópavogs lauk í gærkvöldi þegar níunda og síðasta umferðin var spiluð. Sveitir Birgis Arnar og Hjálmars, sem voru í tveimur efstu sætunum fyrir umferðina, áttust þá við. Sveit Birgis tryggði sér efsta sætið með 19-11 sigri en Hjálmar hefði þurft jafntefli 15-15 til að vinna mótið. Öll úrslit má sjá hér.

Fimmtudagana 8 og 15 des verður tveggja kvölda JÓLATVÍMENNINGUR


Viđburđadagatal

Engin skráđur viđburđur framundan.

Hverjir spila í dag

Skoða alla daga

Spilað er í Reykjavík á mánudögum og miðvikudgötum kl. 19:00 
Bridgefélag eldri borgara spilar á sama stað á mánudögum og fimmtudögum kl. 13:00

Summer Bridge in Reykjavík every Monday and Wednesday at 19:00
Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37
Heimasíða Sumarbridge


Sumarbridge á Akureyri  2020
Spilað er hjá Bf. Akureyrar á þriðjudögum í sumar kl. 19:00 að Skipagötu 14, 4. hæð.

Summer Bridge in Akureyri
every Tuesday at 19:00

at Skipagata 14, 4th floor. Partner provided if needed.


Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37 


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing