Félög
22.6.2010
Sumarbridge á Akureyri
18.6.2010
Guđjón og Ísak efstir af 30 pörum. Sveit Gunnars Björns vann miđnćtur KO!
Guðjón Sigurjónsson og Ísak Örn Sigurðsson unnu 30 para tvímenning miðvikudaginn 16. júní. Þeir voru 13 stigum fyrir ofan Rögnu Briem og Þórönnu Pálsdóttur sem enduðu í 2. sæti.
Sveit Gunnars Björns Helgasonar vann miðnætursveitakeppni með þátttöku 6 sveita.
Með Gunnari spiluðu: Sigurður Páll Steindórsson, Örvar Óskarsson og Ómar Freyr Ómarsson.
16.6.2010
16.júnímót Bridgefélags ML
13.6.2010
Ađalfundur Bridgefélags Reykjavíkur
Bridgefélag Reykjavíkur
Aðalfundur Bridgefélags Reykjavíkur verður mánudaginn 14.júní kl. 17:30 í Síðumúla 37.
Venjuleg aðalfundarstörf, m.a. kosning nýrrar stjórnar.
Allir félagsmenn Bridgefélags Reykjavíkur hvattir til að mæta.
10.6.2010
39 pör í Sumarbridge!!
Frábær mæting var miðvikudaginn 9. júní í Sumarbridge. 39 pör mættu til leiks og spiluðu einskvölds tvímenning. Hlynur Angantýsson og Aron Þorfinnsson sigruðu með 2 stigum meira en Jón Ingþórsson og Hermann Friðriksson. Þessi 2 pör spiluðu við hvort annað í síðustu umferð og var mikil spenna fyrir þá sem fylgdust með stöðunni í rauntíma heima hjá sér.
Á heimasíðu Sumarbridge er hægt að sjá öll úrslit og spil auk þess sem þar er að finna tengil á uppfærða raunstöðu eftir hvern innslátt í BridgeMate.
2.6.2010
Sumarbridge: Björn og Sverrir sigruđu 25 para tvímenning!
Björn Friðriksson og Sverrir Þórisson sigruðu 25 para tvímenning með 57,5% skor. Í 2. sæti voru Halldór Þorvaldsson og Magnús Sverrisson með 56,2%. Gróa Guðnadóttir og Unnar Atli Guðmundsson voru í 3ja sæti með 56,1%.
Viđburđadagatal
Flýtileiđir
Hverjir spila í dag
Bridgedeild Breiðfirðinga ,Spilað er öll sunnudagskvöld og hefst spilamennska kl. 18:30.
Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14.