Beint á leiđarkerfi vefsins
Merki Bridgesambands Íslands - Fara á forsíđu

Félög

29.12.2009

Minningarmót Sigfúsar Ţórđarsonar/Jólamót B. Hafnarfjarđar

Guðmundur Snorrason og Bjarni Einarsson sigruðu í Minningarmóti Sigfúsar Þórðarsonar sem fór fram í Hafnarfirði 28.desember. 88 pör mættu til leiks! Öll spil og úrslit má finna hér

Efstu pör urðu
1. 58,5% Guðmundur Snorrason og Bjarni Einarsson
2. 57,6% Sigtryggur Sigurðsson - Gísli Steingrímsson
3. 57,5% Sigurður Skagfjörð - Torfi Jónsson
4. 57,5% Kristinn Þórisson - Ómar Freyr Ómarsson
5. 57,2% Vignir Hauksson - Stefán Stefánsson
6. 57,1% Sverrir Kristinsson - Stefán Jóhannsson            
7  57,0% Jón Baldursson - Þorlákur Jónsson                  
8  56,5% Vilhjálmur Pálsson - Björn Snorrason               
9  56,1% Skúli Skúlason - Rúnar Einarsson                  
1056,1% Andrés Þórarinsson - Halldór Þórólfsson

Veitt voru vegleg peningaverðlaun og einnig voru dregnir út ýmsir aukavinningar, m.a. flugeldar

28.12.2009

Bridgefélag Rangćinga

Landsbankabarómeterinn fór fram síðastliðinn þriðjudag 22.12.  Fengu Rangæingar góða gesti í heimssókn því að nokkur pör frá Selfossi lögðu á fáka sína og brunuðu austur fyrir á.  Sannast það á úrslitum að Rangæingar eru löngu hættir að höggva menn í herðar niður því að gestirnir skipa 5 af 7 efstu sætunum.  En Þeir Sigurður og Torfi sáu enga ástæðu til þess að gefa þeim eftir fyrsta sætið og sitja því eins og límdir væru.  Nánari úrslit má sjá hér.

27.12.2009

Jólamót KEA Hótels

Jólamót KEA Hótels

25.12.2009

Hangikjötstvímenningur B.A.

Hangikjötstvímenningur B.A.

21.12.2009

Jólatvímenningur B. Hafnarfjarđar

Erla Sigurjónsdóttir og Óli Björn Gunnarsson unnu öruggan sigur í jólatvímenningi Bridgefélags Hafnarfjarðar. Öll úrslit og spil má finna á heimasíðu B.Hafn

19.12.2009

Ađalsveitakeppni Bridgefélags Hafnarfjarđar - Jólatvímenningur mánudaginn 21.des

Staðan jafnaðist mikið á öðru kvöldinu í aðalsveitakeppninni og sveit Maríu Haraldsdóttir er á toppnum með 77 stig.
Sveit Guðlaugs Bessasonar er næst með 75 stig og sveit Guðlaugs Sveinssonar í þriðja
sæti með 74 stig. Sjá nánar á heimasíðu Bridgfélags Hafnarfjarðar

Minnt á að næsta mánudag, 21.des verður jólatvímenningur en aðalsveitakeppnin heldur áfram eftir áramót!


Aðalsveitakeppni Bridgefélags Hafnarfjarðar hófst mánudaginn 7.desember með þátttöku 14 sveita. Sveit Guðlaugs Sveinssonar var óstöðvandi fyrsta kvöldið og er með fullt hús stiga eftir 2 leiki. Efstu sveitir:
1.     50 Guðlaugur Sveinsson
2.     41 Högni Friðþjófsson
3-4   36 Sæblik
3.-4. 36 María Haraldsdóttir
5.      35 Ingimundur 1 og 8  
Spilmennska hefst kl. 19 í Flatahrauni 3 Hafnarfirði. Tveir 16 spila leikir á kvöldi. Tvö kvöld fyrir áramót og áframhald á nýju ári...

18.12.2009

Bridgefélag Selfoss: Helgi Grétar Helgason sigrađi jólaeinmenninginn

Helgi Grétar Helgason varð sigurvegari Jólaeinmenningsins 2009 eftir æsispennandi og jafna baráttu, með 271 stig. Í öðru sæti varð Gunnar Leifur Þórðarson með 263 stig og í þriðja sæti varð Brynjólfur Gestsson með 262 stig. Nánar má finna um úrslitin ásamt spilagjöf og úrslitum úr hverju spili á ţessari síðu.

Nú er spilamennska í félaginu farin í jólafrí, en fyrsta mót eftir áramót verður HSK mótið í tvímenning, sem spilað verður fimmtudaginn 7. janúar. Að því loknu tekur við 4 kvölda aðaltvímenningur félagsins, sem kallast Sigfúsarmótið, til heiðurs Sigfúsi heitnum Þórðarsyni sem lést sl. vor. Hann gaf verðlaunin í þetta mót fyrir nokkrum árum síðan.

17.12.2009

KEA Hangikjötstvímenningur Bridgefélags Akureyrar

KEA Hangikjötstvímenningur Bridgefélags Akureyrar 

17.12.2009

Bridgefélag Rangćinga

Butler 5. kvöld í "BUTLER-5 kvöld - 4 bestu" 15.12.09
Síðasta kvöld í butler mótaröð Rangæinga fór fram síðastliðið þriðjudagskvöld. Augljóst þótti frá upphafi að reynsluboltanir og meistarar síðustu ára ætluð lítið að gefa eftir og engin hætta væri á íþróttameiðslum í þeirra herbúðum.  Lokastaða kvöldsins var sú að Torfi og Sigurður unnu með það stórum mun að elstu menn þekktu varla töluna.  Þeir uppskáru 91 stig og 3.25 impa í spili.  Þegar úrslit bestu kvölda eru tekin saman þá er eru það eftirtaldir sem skipa 3 efstu sætin.
1.sæti: Torfi-Sigurður
2.sæti: Bjössi-Eiríkur
3.sæti: Örn-Svavar
Nánari úrslit frá síðasta kvöldi eru hér.

16.12.2009

Jólasveinatvímenningur BR

Mikið var um jólasveina á síðasta spilakvöldi BR fyrir jól. Hlutskarpastir á endasprettinum urðu (Jóla)Sveinn Þorvaldsson og Guðlaugur Sveinsson. Fengu þeir dýrindis jólamat í verðlaun en mikið var um útdráttarverðlaun fyrir þá sem mættu með jólasveinahúfur. Efstu pör:
1. 59,0% Guðlaugur Sveinsson - Sveinn Þorvaldsson
2. 58,7% Gylfi Baldursson - Sigurður B Þorsteinsson
3. 57,3% Helgi Sigurðsson - Helgi Jónsson
4. 57,0% Stefán Jóhannsson - Sverrir Kristinsson
5. 56,0% Guðný Guðjónsdóttir - Halldóra Magnúsdóttir
Stjórn BR óskar spilurum öllum gleðilegra jóla og minnir á jólamót BR 30.des og Reykjavíkurmótið 5.-19.janúar

16.12.2009

Reykjavíkurmótiđ í sveitakeppni 2010

 

Reykjavíkurmótið í sveitakeppni 2010 fer fram dagana 5. - 19. janúar.   Spilaðir verða 16 spila leikir nema að þátttaka verði of mikil til að leyfa þann fjölda spila.   Spilað verður með forgefnum spilum og verður árangur hvers pars metin í fjölsveitaútreikningi.

Keppnisdagar miðað við 18 sveitir (17 umferðir).

 5. janúar     umf. 1-2 
 6. janúar     umf. 3-4
12. janúar     umf. 5-6
13. janúar     umf. 7-8
16. janúar     umf. 9-12
17. janúar     umf. 13-15
19. janúar     umf. 16-17

Ef 20 sveitir skrá sig til leiks þá bætist við fimmtudagurinn 7. janúar. Ef 16 sveitir skrá sig til leiks þá dettur út miðvikudagurinn 13. janúar.

Skráningarfrestur er til 16:00 þriðjudaginn 5. janúar.

Dregið verður í töfluröð kl. 16:15 sama dag.

13 efstu sveitirnar úr Reykjavík öðlast rétt til að spila í undankeppni Íslandsmótsins í sveitakeppni 2010.

Keppnisgjald er 28000 kr. á sveit.

Tekið er við skráningu á skrifstofu BSÍ, s. 587-9360.

eða í tölvupóst bridge@bridge.is    Skráningu verður að fylgja nöfn 4 spilara í sveitinni.

Skrá sveit

Heimasíða Reykjavíkurmótsins 2010

11.12.2009

Bridgefélag Selfoss: Gunnar L. Ţórđarson leiđir jólaeinmenninginn

Spilamennska hófst í jólaeinmenning Bridgefélags Selfoss 10. desember. Til leiks mættu 24 spilarar, og eru spiluð 2 spil á milli manna, allir við alla á 2 kvöldum.

 Efstu menn eru:

1.

Gunnar Leifur Þórðarson 

149

2.

Sigfinnur Snorrason

143

3.-4.

Svavar Hauksson

140

3.-4.

Björn Snorrason

140

 5.

Ţröstur Árnason

139

Heildarstöðuna ásamt spilagjöf og úrslit úr hverju spili má nálgast hér.

Seinna kvöldið verður spilað 17. desember nk.

10.12.2009

Miđvikudagsklúbburinn: Halldór og Unnar efstir af 24 pörum!

Halldór Þorvaldsson og Unnar Atli Guðmundsson unnu 24 para tvímenning með rúmlega 62% skori. Þeir unnu sér inn gjafabréf á Fridays og Laugarásbíó. 4 stigum á eftir þeim voru Páll Ágúst Jónsson og Ásmundur Örnólfsson. Guðmundur Aldan Grétarsson og Óli Björn Gunnarsson voru svo í 3ja sæti.

Öll úrslit og spil

10.12.2009

KEAHÓTEL jólamót Bridgefélags Akureyrar

KEAHÓTEL jólamót Bridgefélags Akureyrar

10.12.2009

Akureyramóti lokiđ

Akureyramóti lokið 

10.12.2009

Bridgefélag Rangćinga

Ţann 8.12 síðastliðinn var haldið fjórða og næstsíðasta Butler-spilakvöldið í yfirstandandi móti.  Spennan er orðin gífurleg og hægt væri að segja að allt gæti gerst.  Siggi og Torfi leiða með örlitlum mun og mega ekki misstíga sig á síðast kvöldi.  En skemmst er frá því að segja að bræðurnir Ævar og Torfi ákváðu að blanda geði við hinn endann á úrslitablaðinu og unnu síðasta kvöld með töluverðum yfirburðum og uppskáru því 50 stig og 1.9 impa á spil.  Nánari úrslit má sjá hér.

8.12.2009

Cavendish tvímenningur BR

Kristinn þórisson og Ómar Freyr Ómarsson fengu risaskor síðasta kvöldið 1.247 stig og skutust í fjórða sætið.

Lokastaðan var þessi

1  Jón Baldursson - Þorlákur Jónsson....... 1732
2  Hrólfur Hjaltason - Oddur Hjaltason..... 1413,5
3  Sveinn R Eiríksson - Ómar Olgeirsson.... 1401
4  Kristinn Þórisson - Ómar Freyr Ómarsson. 1032,5
5  Símon Símonarson - Birkir Jónsson....... 1006
6  Einar Jónsson - Hjálmtýr Baldursson..... 639

Sjá nánar á heimasíðu Bridgefélags Reykjavíkur

7.12.2009

Minningarmót um Sigfús Ţórđarson - Jólamót B. Hafnarfjarđar

Minningarmót

Um Sigfús Þórðarson
(Jólamót Bridgefélags Hafnarfjarðar)   

Verður haldið mánudaginn 28. desember 2009
að Hraunseli, Flatahrauni 3 Hafnarfirði Kl. 17:00 stundvíslega.
Spilaður verður Monrad Barometer.
Glæsileg peningaverðlaun fyrir 5 efstu sætin.
Verð aðeins.... 3.500kr. á mann eða 7.000kr. á parið.
1.verðlaun 100.000kr. á parið
2.verðlaun 60.000kr. á parið
3.verðlaun 40.000kr. á parið
4.verðlaun 20.000kr. á parið
5.verðlaun 10.000kr. á parið
Samtals 230.000 kr.
Síðan eru dregnir út ýmsir aukavinningar. 
Skráning er hjáSigurjón – 8980970/5651845 sigurjon@tolvustod.is
Atli – 6925513/5551921 habear@simnet.is
Erla 6593013/5653050
Og hjá BSÍ bridge@bridge.is

4.12.2009

Bridgefélag Selfoss: Hrađsveitakeppninni lokiđ

Ćsispennandi keppni í Hraðsveitakeppninni lauk 3. desember sl. Tvær sveitir börðust um efsta sætið, og höfðu þeir Ólafur, Gunnar Björn, Sveinn og Torfi betur í baráttunni við Brynjólf, Helga, Magnús og Gísla með 5 impa mun. Síðan voru þrjár sveitir að berjast um þriðja sætið, og þurfti að skoða innbyrðisviðureignir á milli tveggja þeirra, sveitar Kristjáns, Garðars, Antons og Péturs annarsvegar og sveitar Björns, Vilhjálms, Leifs og Svavars hins vegar til þess að skera úr um 3. sætið og hafði sveit Kristjáns og félaga betur eftir þá skoðun.

Öll úrslit, tafla og lokastaða má fá með því að velja eftirfarandi síður:

Næsta mót er 2 kvölda jólaeinmenningur, sem jafnframt er síðasta mót ársins. Spilað verður fimmtudagskvöldin 10. og 17. desember.

3.12.2009

Miđvikudagsklúbburinn: Halldór og Unnar efstir međ 61,1% skor

Halldór Þorvaldsson og Unnar Atli Guðmundsson unnu 22 para tvímenning með +62. Þeir unnu sér inn nýjustu bridgbókina eftir Guðmund Pál Arnarson, Íslenskar bridge þrautir. Guðlaugur Sveinsson og Magnús Sverrisson enduðu í öðru sæti með +59 og í þriðja sæti voru Júlíus Snorrason og Guðmundur Pálsson með +56.

Heimasíða Miðvikudagsklúbbsins

3.12.2009

Ţriđja kvöld Akureyrarmóts lokiđ

Ţriðja kvöld Akureyrarmóts lokið

3.12.2009

Bridgefélag Rangćinga

Heimsókn til Hrunamanna og Butler 3. kvöld í "BUTLER-5 kvöld - 4 bestu" 01.12.09
Ţann 24.11. heimssóttu Rangæingar Hrunamenn.  Spilað var í hótelinu á Flúðum og tóku sveitungar vel á móti gestum sínum.  Spilað var sveitakeppni á milli 6 sveita og fóru leikar þannig að Rangæingar náðu fram sigri á öllum borðum.
Núna síðastliðin þriðjudag var svo haldið áfram með 5 kvölda Butler mót Rangæinga.  Nú eru þremur kvöldum lokið og gömlu brýnin Torfi og Siggi komnir með forustu.  Þeir náðu glæsilegum árangri núna síðast. 
Hér má sjá frekari úrslit

1.12.2009

Cavendish tvímenningur BR - Kvöld 2

Jón og Þorlákur fengu risaskor á kvöldi 2 og eru í efsta sæti með 1.454 stig.

Sná nánar á heimasíðu Bridgefélags Reykjavíkur

1.12.2009

Bridgefélag Hafnarfjarđar - 3ja kvölda Mitchell

Páll Valdimarsson og Ragnar Magnússon sigruðu í 3ja kvölda Mitchell tvímenningi eftir spennandi lokaumferðir þar sem mörg pör áttu möguleika á sigri. Jón Guðmar Jónsson og Hermann Friðriksson urðu efstir í NS og Ólafur Þór Jóhannson og Pétur Sigurðsson í AV.
22 pör tóku þátt. Lokastaðan:
1.      54,9% Ragnar Magnússon - Páll Valdimarsson
2.-3. 54,0% Friðþjófur Einarsson - Guðbrandur Sigurbergsson
2.-3. 54,0% Högni Friðþjófsson - Einar Sigurðsson
4.      53,5% Jón Guðmar Jónsson - Hermann Friðriksson
5.      52,6% Sigurjón Harðarson - Hjálmar Pálsson/Haukur Árnason

Næsta mánudag, 7.desember hefst aðalsveitakeppni félagsins. Aðstoðað verður við myndun sveita.
Sjá nánar á heimasíðu B.Hafn

 

Halldór Þórólfsson og Baldur Bjarmarsson urðu efstir í NS riðlinum á öðru kvöldi í 3ja kvölda Mitchell. Í AV urðu Atli Hjartarson og Hafþór Kristjánsson efstir. Engu pari hefur tekist að skora vel bæði kvöldin svo spennan verður mikil síðasta kvöldið næsta mánudag. Efstu pör eftir 2 kvöld af 3:
1. 55,7% Ragnar Magnússo - Páll Valdimarsson
2. 55,7% Sigurjón Harðarson - Hjálmar Pálsson/Haukur Árnason
3. 54,9% Sveinn Ragnarsson - Runólfur Guðmundsson
4. 54,5% Friðþjófur Einarsson - Guðbrandur Sigurbergsson

Sjá öll úrslit á heimasíðu B. Hafn


Fyrsta kvöldið í 3ja kvölda Mitchell fór fram mánudagskvöldið 16.nóvember með þátttöku 22 para.
Efstu pör:
NS
1. 305 Erla Sigurjónsdóttir og Óli Björn Gunnarsson
2. 301 Sveinn Ragnarsson - Runólfur Guðmundsson
3. 291 Snorri Markússon - Ari Gunnarsson

AV
1. 322 Páll Valdimarsson og Ragnar Magnússon í AV
2. 300 Sigurjón Harðarson - Haukur Arnar Árnason
3. 290 Friðþjófur Einarsson - Guðbrandur Sigurbergsson

 Öll úrslit og spil má sjá á heimasíðu Bridgefélags Hafnarfjarðar


Viđburđadagatal

Engin skráđur viđburđur framundan.

Hverjir spila í dag

Spilað er í Reykjavík á mánudögum og miðvikudgötum kl. 19:00 
Bridgefélag eldri borgara spilar á sama stað á mánudögum og fimmtudögum kl. 13:00

Summer Bridge in Reykjavík every Monday and Wednesday at 19:00
Senior citizens are playing on Monday and Thursday at 13:00
Playing venue is Síðumúli 37 3rd floor
Spilað er í húsnæði BSÍ í Síðumúla 37
Heimasíða Sumarbridge

Sumarbridge á Akureyri  2020  
Spilað er hjá Bf. Akureyrar á þriðjudögum í sumar kl. 19:00 að Skipagötu 14, 4. hæð.

Summer Bridge in Akureyri
every Tuesday at 19:00

at Skipagata 14, 4th floor. Partner provided if needed.

Skoða alla daga


Olís

Slóđ:

Félög

Myndir


Auglýsing