Félög
28.11.2008
Briddsfélag Selfoss hraðsveitakeppni
Hraðsveitakeppni 2008
Fimmtudaginn 27. nóvember hófst hraðsveitakeppni Briddsfélags Selfoss með þátttöku 8 sveita. Fyrirkomulagið er þannig að spilur er tvöföld umferð á tveimur kvöldum og voru menn dregnir saman í sveitir.
27.11.2008
Akureyrarmót í tvímenning
Mótið er í fullum gangi en meðlimir úr sveit Gylfa Páls eru heitir eins og er með tvö kvöld enn eftir.
26.11.2008
Cavendish tvímenningur BR - 1. kvöld af 3
Lokið er fyrsta kvöldi af þremur í Cavendish tvímenningi BR en þetta keppnisform er hefur verið mjög vinsælt undanfarin ár (imps across the field).
Reynsluboltarnir Ásmundur Pálsson og Guðmundur Páll Arnarsson hafa góða forystu en ennþá er nóg eftir af mótinu svo næstu pör þurfa ekki að örvænta.
Efstu pör:
1. 1164 Ásmundur Pálsson - Guðmundur Páll Arnarson
2. 847 Hlynur Garðarsson - Kjartan Ásmundsson
3. 547 Hjálmar S Pálsson - Hallgrímur Hallgrímsson
4. 503 Björgvin Már Kristinsson - Guðmundur Snorrason
5. 475 Helgi Sigurðsson - Helgi Jónsson
Öll úrslit og spil má sjá á bridge.is/br
25.11.2008
Bridgefélag Hafnarfjarðar. Sveit Drafnar vann
Á síðara kvöldi í hraðsveitakeppninni náði Sveit Drafnar Guðmundsdóttur risaskori, 696 stig og dugði það til sigurs samanlagt. Næst komu Guðni Ágústsson, 630 st. og Harpa Fold með 587 stig. Vegna mistaka við Exel-samlagningu kom röng lokastaða hér í morgun en rétt lokastaða er þessi:
1. Dröfn Guðmundsdóttir 1277
2. Guðni Ágústsson 1255
3. Hulda Hjálmarsdóttir 1197
4. Harpa Fold Ingólfsdóttir 1146
5. Erla Sigurjónsdóttir 1126
6. Guðlaugur Bessason 1107
7. Óli Björn Gunnarsson 1093
8. Sigurjón Harðarson 1086
9. Einar Sigurðsson 1081
Næsta mánudag hefst aðalsveitakeppni Bridgefélagsins og verða spilaðar tvær umferðir á kvöldi. Spilað verður 01 og 08 des og síðan haldið áfram eftir áramót. Hægt er að skrá sveitir hjá Erlu s. 659-3013 og Þórði s. 862-1794 eða mæta tímanlega næsta mánudag. Spilað er í Hraunseli, Flatahrauni 3, kl. 19.00
20.11.2008
Miðvikudagsklúbburinn: Inda Hrönn og Grímur Freyr unnu kvöldið með 67% skor!
Inda Hrönn Björnsdóttir og Grímur Freyr Kristinsson unnu 19 para tvímenning með 67% skori. Þau voru með vel yfur 70% skor allt kvöldið þar til í síðustu umferð. Þau fengu glæsilegar ostakörfur frá Ostabúðinnni í verðlaun.
19.11.2008
Bridgefélag Hafnarfjarðar
Tveggja kvölda hraðsveitakeppni hófst mánudaginn 17 nóvember og mættu níu sveitir til leiks. Staðan er þessi eftir fyrra kvöldið:
1. Guðni Ágústsson 625
2. Hulda Hjálmarsdóttir 621
3. Óli Björn Gunnarsson 596
4. Dröfn Guðmundsdóttir 581
5. Sigurjón Harðarson 573
6. Erla Sigurjónsdóttir 560
7. Harpa Fold Ingólfsdóttir 559
8. Guðlaugur Bessason 538
9. Einar Sigurðsson 531
Aðalsveitakeppni félagsins hefst 1 des n.k. og er hægt að skrá sveitir hjá Erlu s.659-3013 og Þórði s. 862-1794
18.11.2008
Akureyrarmót í tvímenningi
Þá er fyrsta kvöldinu af fjórum lokið hjá Bridgefélagi Akureyrar en spilað er á 8 borðum. Fjögur pör fóru best af stað og náðu öll yfir 60% skor en þeir feðgar Gissur og Gissur leiða mótið. Nú er bara að sjá hvort að þau nái að halda því næst.
13.11.2008
Hraðsveitakeppni Byrs lokið
Fyrir síðasta kvöldið voru þrjár sveitir nánast jafnar á toppnum...
13.11.2008
Miðvikudagsklúbburinn: Guðlaugur og Magnús unnu 20 para tvímenning!
Guðlaugur Sveinsson og Magnús Sverrisson skoruðu rúmlega 60% og unnu 20 para tvímenning. Mikið af pörum mættu til leiks og voru að æfa fyrir Parasveitakeppnina sem verður seinna í mánuðinum.
11.11.2008
Bridgefélag Hafnarfjarðar
Mánudaginn 10 nóvember var spilaður tvímenningur á sjö borðum. Þrjú ný pör hafa mætt síðustu tvö spilakvöld sem er mjög ánægjulegt. Helstu úrslit urðu þessi.
1. Eðvarð Hallgrímsson - Leifur Aðalsteinsson 186,3
2. Friðþjófur Einarsson - Guðbrandur Sigurbergsson 182,8
3. Indriði H Guðmundsson - Pálmi Steinþórsson 178,2
4. Kristín :Þórarinsdóttir - Haukur Arnar Árnason 174,7
5. hrund Einarsdóttir - Hrólfur Hjaltason 168,8
Næsa mánudag hefst tveggja kvölda hraðsveitakeppni og eru ný andlit sem og gömul ávallt velkomin. Spilað er að Flatahrauni 3 á mánudögum kl. 19,00
6.11.2008
Hraðsveitakeppni Byrs æsispennandi
Nú þegar tveimur kvöldum af þremur er lokið í Hraðsveitakeppni Byrs hjá Bridgefélagi Akureyrar, má vart greina á milli efstu sveita.
4.11.2008
Bridgefélag Hafnarfjarðar
Mánudaginn 03 nóvember var spilaður mtichell-tvímenningur á sex borðum sem verður að teljast gott miðað við að all nokkur pör spila nú í sólinni "þar syðra". Helstu úrslit:
N-S. 1. Sigurður Sigurjónsson - Guðlaugur Bessason 127
2. Dröfn Guðmundsdóttir - Ásgeir Ásbjörnsson 119
3. Sigurjón Harðarson - Kristín Þórarinsdóttir 107
A-V. 1. Friðþjófur Einarsson - Guðbrandur Sigurbergsson 122
2. Óli Björn Gunnarsson - Valdimar Elíasson 116
3. Hrund Einarsdóttir - Hrólfur Hjaltason 106
Næsta mánudag verður aftur tvímenningur en síðan hefst tveggja kvölda hraðsveitakeppni þann 17 nóvember.